Bann við umferð og veiði skipa innan brúar í Kolgrafafirði hefur verið framlengt til og með mánudagsins 2. desember nk. Þetta kemur fram í reglugerð sem tók gildi í gær. Þá er öll veiði jafnframt bönnuð í Kolgrafa- og Urthvalafirði á Snæfellsnesi á sama tímabili.
Fyrstu vísbendingar um árangur af síldarfælingu með svokölluðum „Thunderflash“ hvellhettum í Kolgrafafirði í gær benda til þess að aðferðin virki við að smala síld. Ákveðið hefur verið að nýta reynsluna frá í gær til þess að halda áfram fælingaraðgerðum í dag.