Vodafone á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem því er beint til allra sem stofnað hafa aðgang að vodafone.is og nota þar sama lykilorð og á öðrum stöðum á netinu, t.d. tölvupósti og samfélagsmiðlum, að breyta lykilorðum sínum.
Tilgangurinn er að tryggja að upplýsingar sem erlendur tölvuhakkari hefur komist yfir opni ekki leið að þessum svæðum.
Eins og mbl.is hefur greint frá komst hakkari yfir fjölda lykilorða og notendanafna viðskiptavina Vodafone á Íslandi og birti þau á netinu.