Engin sektarheimild í fjarskiptalögum

Höfuðstöðvar Vodafone í Skútuvogi.
Höfuðstöðvar Vodafone í Skútuvogi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ef Póst- og fjarskiptastofnun kemst að þeirri niðurstöðu að Vodafone hafi brotið fjarskiptalög með því að geyma gögn lengur en í sex mánuði og að dulkóða ekki lykilorð þarf fyrirtækið ekki að sæta refsingu því engin sektarheimild er í fjarskiptalögum.

Þetta kemur fram í samtali Morgunblaðsins við Hrafnkel V. Gíslason, forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar, í dag.

Fjöldi viðskiptavina óskaði eftir upplýsingum um stöðu sína í gagnaherbergi Vodafone hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur, Húsi verslunarinnar, í gær. Herbergið átti að vera opið í gær og í dag en verður opið lengur eftir þörfum. Biðröð myndaðist og til að hraða afgreiðslu verða SMS-skeyti send út í dag til þeirra viðskiptavina Vodafone sem innbrotið varðar ekki. Viðskiptavinir fyrirtækisins fá einnig sendar upplýsingar í heimabanka, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert