Vegna þess atburðar í Hraunbænum sem átti sér stað aðfaranótt mánudagsins 2. desember vilja prestar Árbæjarkirkju bjóða íbúum sóknarinnar til samveru í safnaðarheimili kirkjunnar á morgun, miðvikudaginn 4. desember, kl. 17.00 til 18.00.
Sálfræðingar frá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og Rauða kross Íslands ásamt prestum Árbæjarkirkju verða í forsvari þar sem fólki gefst kostur á að ræða saman um líðan sína, segir í fréttatilkynningu sem sr. Þór Hauksson sendi mbl.is.