Lögreglan lét fjölmiðla ekki vita af umsátrinu

Lögreglan við fjölbýlishúsið í Árbæ þar sem byssumaðurinn hélt til …
Lögreglan við fjölbýlishúsið í Árbæ þar sem byssumaðurinn hélt til og var að lokum yfirbugaður. mbl.is

Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), hyggst ræða við lögregluna um hvers vegna fréttastofa RÚV og aðrir fjölmiðlar voru ekki látnir vita af umsátursástandinu í Hraunbæ í gærmorgun. „Mér finnst það mjög umhugsunarvert,“ sagði Óðinn. Ljóst er að fólki stafaði þar hætta af vopnuðum manni.

Mbl.is birti fyrstu frétt af málinu klukkan 05.19 í gærmorgun og þá næstu kl. 05.58. Vísir.is var með sína fyrstu frétt kl. 06.21 og fréttavefur RÚV kl. 06.29. Þetta kveikti spurningu um öryggishlutverk RÚV.

„Ríkisútvarpið er liður í öryggiskerfi landsins. Það tekur í öllum tilvikum mið af því sem til þess bær yfirvöld, lögregla, almannavarnir og aðrir slíkir, láta vita af vá eða öðru sem varðar almannahagsmuni,“ sagði Óðinn. „Við tökum það ekki upp hjá sjálfum okkur að vara fólk við, sé það ekki staðfest eða til þess bær yfirvöld fara ekki fram á það.“

Hann sagði að fréttastofa RÚV hefði reynt að fá staðfestingu lögreglunnar snemma í gærmorgun en ekki fengið hana. Óðinn nefndi að fréttastofunni hefði borist tölvupóstur frá lögreglunni klukkan 05.12. Þar voru tíunduð hefðbundin verkefni næturinnar en ekki minnst á ástandið Hraunbæ.

„Morgunblaðið skúbbaði þarna, en enginn lét okkur vita, hvorki íbúi né til þess bær yfirvöld,“ sagði Óðinn. Hann sagði að fréttamaður á vakt hefði verið kominn á vettvang í Hraunbæ um sexleytið. Í kjölfarið hóf RÚV að segja fréttir af málinu. Óðinn sagði að mbl.is hefði verið helsta heimild fréttastofu RÚV í fyrstu fréttum auk fréttamanns RÚV á staðnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert