Ráðist hefur verið á vefsíðu Vodafone á Íslandi þrisvar sinnum undanfarin tvö ár með árásinni sem gerð var um síðustu helgi.
Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Tölvuþrjótar láti gjarnan vita af því á vefsíðunni Zone-H.org að þeim hafi tekist að ná vefsíðum á sitt vald en sé leitað að Vodafone.is á síðunni komi tvær dagsetningar upp, 7. mars 2012 og 3. maí 2013. Báðar þessar árásir voru gerðar frá Alsír.
Rætt var við forritara sem furðaði sig á því að stjórnendur Vodafone hefðu ekki tekið á öryggismálum vefsíðu fyrirtækisins í kjölfar fyrri árásanna tveggja. Árásin um síðustu helgi var af öðrum toga en þar var stolið persónuupplýsingum sem hýstar voru á síðunni.