Rekja uppruna byssunnar

Tvær rúður í íbúð voru brotnar í aðgerðum lögreglu.
Tvær rúður í íbúð voru brotnar í aðgerðum lögreglu. mbl.is/Rósa Braga

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvaðan byssan sem Sævar Rafn Jónasson hafði í fórum sínum og skaut af á lögreglu í Hraunbæ á mánudag, er komin. Sævar hafði ekki byssuleyfi og var byssan ekki skráð á hann, samkvæmt heimildum mbl.is. Sævar skaut að sérsveitarmönnum og hæfði tvo þeirra. Hann lést síðar af skotsárum sem lögreglan veitti honum.

Meðal þess sem lögreglan skoðar er hvort að Sævar hafi fengið byssuna að láni. Hann var vopnaður haglabyssu.

Í frétt frá Ríkissaksóknara í gær kom fram að atriði sem varða forsögu mannsins sem lést, m.a. meðferð hans á skotvopni sé á forræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka, allt eftir því sem hann telur tilefni til.

Ríkissaksóknari hefur hins vegar hafið rannsókn á atvikum og aðgerðum lögreglu í fjölbýlishúsinu að Hraunbæ 20 í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert