Nokkur síldveiðiskipanna settu í gær strikið á mið undan Suðausturlandi.
Skipverjar á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni urðu varir við talsvert af síld þar í fyrrinótt, en skipið er í síldarleiðangri þar sem verkefnið er að mæla magn og útbreiðslu síldarinnar.
Síldin fyrir austan er smærri en í Breiðafirði, en eigi að síður talin góð til vinnslu. Undan Suður- og Suðausturlandi hafa yngri árgangar síldarinnar haft vetrarstöðvar að verulegu leyti síðustu ár.