„Ætluðu að ganga í augun á mér“

Stefán Logi Sívarsson
Stefán Logi Sívarsson

„Það eina sem mér dettur í hug er að þeir ætluðu að ganga í augun á mér,“ sagði Stefán Logi Sívarsson spurður að því hver ástæðan gæti verið fyrir því að karlmaður var sviptur frelsi sínu, stunginn með óhreinum sprautunálum og ítrekað með skrúfjárni. Stefán Logi neitar alfarið sök í málinu.

Stefán Logi er ákærður fyrir að hafa svipt tvo menn frelsi sínu sömu helgina og beitt þá stórfelldum líkamsárásum í félagi við aðra. „Ég var handleggsbrotinn á báðum höndum og ekki fær um að beita nokkurn mann ofbeldi,“ sagði Stefán og bætti við að hann væri enginn konungur. „Ég get ekki sagt fólki að gera eitt né neitt. Ég man ekki neitt. Ég veit ekkert um þetta mál.“

Spurður af dómara í málinu hvers vegna þessi fórnarlömb í málinu væru þá að bera hann þessum röngu sökum sagði Stefán Logi: „Ég hef ekki pælt í því þannig. [...] Það eina sem mér dettur í hug er að þeir hafi ætlað að reyna ganga í augun á mér, með því að reyna að gera eitthvað.“

Aðalmeðferð heldur áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert