Bað um lögreglurannsókn á Eir

Samþykkt var á fjölmennum fundi í kvöld að stofna Hagsmunafélag …
Samþykkt var á fjölmennum fundi í kvöld að stofna Hagsmunafélag íbúðaréttarhafa á Eir, (Híra). mbl.is/Árni Sæberg

Búið er að leggja fram beiðni til rík­is­sak­sókn­ara og sér­staks sak­sókn­ara um rann­sókn á mál­efn­um hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Eir­ar. Þetta kom fram á stofn­fundi Hags­muna­fé­lags íbúðarétt­ar­hafa á Eir í kvöld. Á fund­in­um kom fram að til­boð hef­ur verið lagt fram í all­ar eign­ir Eir­ar, en stjórn Eir­ar hafnaði því.

Um 90 manns voru á stofn­fund­in­um. Fund­ur­inn samþykkti að afþakka frek­ari þjón­ustu lög­manns sem stjórn Eir­ar réði til að gæta hags­muna íbúðarrétt­ar­hafa og ráða Ragn­ar Aðal­steins­son hæsta­rétt­ar­lög­mann til að vinna fyr­ir hið ný­stofnaða fé­lag.

Marg­ir fund­ar­menn lýstu áhyggj­um af stöðu mála og sögðust þurfa að taka ákvörðun fyr­ir jól um hvort þeir ættu að skrifa und­ir nauðasamn­inga eða ekki, en sam­kvæmt samn­ingn­um fá íbúðarétt­haf­ar skulda­bréf til 30 ára með 3,5% vöxt­um. Ef til­boð um nauðasamn­inga­verður ekki samþykkt blas­ir gjaldþrot við. Ragn­ar sagði að stjórn Hags­muna­sam­tak­anna yrði á næstu dög­um að fara yfir málið og koma síðan með ráðlegg­ingu til íbúa um hvað best væri að gera í sam­bandi við nauðasamn­inga.

Ragn­ar sagði mik­il­vægt að íbúa­rétt­ar­haf­ar lýstu kröf­um á hend­ur Eir, stofnaðilum Eir­ar, Reykja­vík­ur­borg, rík­inu og stjórn­ar­mönn­um í Eir og fylgdi þeim eft­ir með rök­stuðningi.

Til­bú­inn til að taka yfir skuld­bind­ing­ar Eir­ar

Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir, lögmaður sem unnið hef­ur fyr­ir tvo íbúðarrétt­hafa, upp­lýsti á fund­in­um að einn aðili hefði gert til­boð í eign­ir Eir­ar og boðist til að taka yfir all­ar  skuld­bind­ing­ar heim­il­is­ins, þar á meða skyld­ur gagn­vart íbúðarétt­ar­höf­um. Stjórn Eir­ar hefði hafnað þessu til­boði. Hún sagði al­var­legt að þessi aðili hefði ekki fengið að koma að borðinu.

Sig­ríður vildi í sam­tali við mbl.is ekki upp­lýsa hvaða aðili þetta væri, en um væri að ræða ábyrg­an aðila sem hefði þekk­ingu á þess­um rekstri. Hún sagðist gera ráð fyr­ir að viðkom­andi myndi fljót­lega gera stjórn Hags­muna­fé­lags Eir­ar grein fyr­ir til­boðinu og fyr­ir­vör­um sem á því væru.

Beiðni um rann­sókn send til sér­staks sak­sókn­ara

Jó­hann Páll Sím­on­ar­son upp­lýsti á fund­in­um að hann hefði sent beiðni um rann­sókn á mál­efn­um Eir­ar til rík­is­sak­sókn­ara og sér­staks sak­sókn­ara. Hann sagði að í skýrslu Deloitte um rekst­ur Eir­ar væri sterk­lega gefið til kynna að stjórn­ar­menn hefðu gerst sek­ir um refsi­verða hátt­semi með at­hafna­leysi sínu.

Fram kom líka á fund­in­um að stjórn Eir­ar hefði sent sér­stök­um sak­sókn­ara bréf um rann­sókn á til­tekn­um atriðum í rekstri stofn­un­ar­inn­ar. Þeir sem und­ir­bjuggu stofn­fund­inn óskuðu eft­ir upp­lýs­ing­um um hvaða atriði þarna væri um að ræða, en ekki fengið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka