Enn þrengt að Húsi íslenskra fræða

Grunnur að Húsi íslenskra fræða er við Þjóðarbókhlöðuna.
Grunnur að Húsi íslenskra fræða er við Þjóðarbókhlöðuna. mbl.is/Árni Sæberg

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 15 milljónir króna verði færðar til Háskólans á Bifröst vegna frumgreinanáms af liðnum nám á framhaldsskólastigi vegna aðstæða á vinnumarkaði þar sem ónýttar fjárheimildir eru á liðnum. Tillagan felur í sér að þær fjárheimildir verði nýttar í önnur verkefni sem miða að því að hækka menntunarstig og vinna gegn atvinnuleysi. Þetta kemur fram í nefndaráliti fjárlaganefndar vegna frumvarps til fjáraukalaga fyrir árið 2013

Þá kemur fram að 15 milljónir króna verði færðar til Háskólans í Reykjavík vegna frumgreinanáms af sama lið, einnig vegna þess að ónýttar fjárheimildir eru á liðnum.

Fjármagni framkvæmdir við húsgrunn Húss íslenskra fræða

Í fjárlaukalögunum er einnig lögð til 150 milljóna króna lækkun á framlagi ríkissjóðs til framkvæmda við Hús íslenskra fræða á móti jafnmikilli hækkun framlags Happdrættis Háskóla Íslands.

Í fjárlögum fyrir árið 2013 var veitt 800 milljóna króna fjárheimild til þessara framkvæmda, fjármögnuð með 650 milljóna króna framlagi frá Happdrætti Háskóla Íslands og 150 milljónum króna úr ríkissjóði. Í frumvarpi til fjáraukalaga er lögð til 500 milljóna króna lækkun á þessari fjárheimild og gert ráð fyrir að framlag happdrættisins lækki einnig um 500 milljónir króna.

Tillagan miðar að því að Happdrætti HÍ fjármagni 250 milljóna króna fjárheimild sem eftir stendur til þessa verkefnis á fjárlagaárinu 2013 samkvæmt frumvarpinu, en þar er aðallega um að ræða framkvæmdir við húsgrunn og ýmsan kostnað sem féll til við undirbúning og upphaf áformaðrar húsbyggingar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert