Síldin í Kolgrafafirði lét sér fátt um finnast þegar starfsmenn Stjörnu-Odda spiluðu fyrir hana lögin Brown Sugar og Satisfaction með Rolling Stones.
Sigmar Guðbjörnsson hjá Stjörnu-Odda sagði að þeir hefðu gert þetta sér til gamans til að halda upp á að hafa lokið vísindalegum tilraunum með hljóð til að fæla síldina.
„Hún var kannski ekki alveg jafnhrædd við Rolling Stones og hún var við ýmsa aðra tóna,“ sagði Sigmar. Hann sagði að þeir hefðu hvorki prófað fleiri lög né aðra flytjendur tónlistar.