Íbúar fengu skjól í strætó

Frá Írabakka 30 í nótt
Frá Írabakka 30 í nótt Photo/Pressphotos.biz

Búið er að slökkva eld í fjölbýlishúsi við Írabakka 30 í Breiðholti. Þrír voru fluttir á slysadeild með sjúkrabifreiðum en sá fjórði fór sjálfur á slysadeild. Aðrir íbúar í húsinu fengu skjól í tveimur strætisvögnum sem eru við Arnarbakka. Rauði krossinn hefur verið kallaður út til þess að hlúa að íbúunum, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá slysadeild Landspítalans er ástand þriggja stöðugt en fjórða manneskjan er á gjörgæslu.

Gríðarlegur viðbúnaður var hjá slökkviliðinu í nótt en það var í tvígang kallað út á rúmri klukkustund í nótt. Mikill eldur og reykur var í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp við Írabakka en lögregla rannsakar nú upptök eldsins. Engin tenging er á milli eldsvoðanna tveggja.

Þrír fluttir á slysadeild

Slökkviliðið að störfum í Írabakka 30 í nótt.
Slökkviliðið að störfum í Írabakka 30 í nótt. Photo/Pressphotos.biz
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert