Hagsmuna íbúa ekki betur borgið

Hjúkrunarheimilið Eir að Fróðengi 1-11 í Grafarvogi.
Hjúkrunarheimilið Eir að Fróðengi 1-11 í Grafarvogi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Eirar, segir margt óljóst í tilboði sem gert var í eignir hjúkrunarheimilisins Eirar. Stjórnin hafi metið það svo að hagsmunir íbúa yrðu ekki tryggari eða öruggari en nú er og því hafi tilboðinu verið hafnað.

Á stofnfundi Hagsmunafélags íbúðaréttarhafa á Eir í gærkvöldi var upplýst að tilboð hefði borist í eignir Eirar. Tilboðið hefði verið með ýmsum fyrirvörum, en það hefði m.a. falið í sér að viðkomandi ætlaði að standa við allar skuldbindingar félagsins, þar á meðal gagnvart íbúðaréttarhöfum.

„Tilboðsaðilinn  óskaði eftir því að trúnaðar yrði gætt um tilboðið, þannig að hann verður að skýra frá innihaldi þess í einstökum atriðum.

Stjórnin fór rækilega yfir drög að yfirtökutilboði og komst að þeirri niðurstöðu að hagsmunir íbúa á hjúkrunarheimilinu eða hagsmunir íbúðaréttarhafanna yrðu ekki tryggari eða öruggari en nú er,“ sagði Jón þegar hann var spurður hvers vegna tilboðinu hefði verið hafnað.

Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Eirar.
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Eirar. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert