Líðan konunnar óbreytt

Frá eldsvoðanum
Frá eldsvoðanum Photo/Pressphotos.biz

Líðan kon­unn­ar sem slasaðist í elds­voða í Breiðholti aðfaranótt mánu­dags er óbreytt. Hún er þungt hald­in að sögn vakt­haf­andi lækn­is á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans og er henni haldið sof­andi í önd­un­ar­vél.

Kon­an var lögð inn á gjör­gæslu­deild­ina eft­ir elds­voðann ásamt dótt­ur sinni sem nú er á bata­vegi og er á barna­deild.

Kon­an, sem er á fer­tugs­aldri, var ásamt 13 ára dótt­ur sinni í íbúð í Írabakka þar sem eld­ur­inn kviknaði. Mæðgurn­ar komust út við ill­an leik skömmu áður en slökkvilið mætti á staðinn. Kon­an er með bruna­sár og reyk­eitrun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert