Líðan konunnar óbreytt

Frá eldsvoðanum
Frá eldsvoðanum Photo/Pressphotos.biz

Líðan konunnar sem slasaðist í eldsvoða í Breiðholti aðfaranótt mánudags er óbreytt. Hún er þungt haldin að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans og er henni haldið sofandi í öndunarvél.

Konan var lögð inn á gjörgæsludeildina eftir eldsvoðann ásamt dóttur sinni sem nú er á batavegi og er á barnadeild.

Konan, sem er á fertugsaldri, var ásamt 13 ára dóttur sinni í íbúð í Írabakka þar sem eldurinn kviknaði. Mæðgurnar komust út við illan leik skömmu áður en slökkvilið mætti á staðinn. Konan er með brunasár og reykeitrun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert