Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að Alin Mijloc, 33 ára, í tengslum við mál sem er til rannsóknar hjá embættinu. Lögreglan leitar einnig að Ileönu Bibilicu, 18 ára, af sama tilefni, en hún er lágvaxin með dökkt, millisítt hár.
Lögreglan á ekki mynd af Ileönu, en meðfylgjandi er mynd af Alin.
Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Alin og Ilenu, eða vita hvar þau er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa sambandi við lögreglu í síma 444-1000, en einnig má senda upplýsingar í einkaskilaboðum á facebook-síðu lögreglunnar.