Skipin heilsast enn í Faxaflóahöfnunum

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur mbl.is/Ómar

Hundrað ár eru liðin í ár frá því að framkvæmdir hófust við gerð Reykjavíkurhafnar. Af því tilefni er nú komið út ritverkið Hér heilsast skipin, eftir Guðjón Friðriksson, sagnfræðing.

Í verkinu, sem telur tvö bindi, rekur Guðjón sögu hafnanna við Faxaflóa frá því að Ingólfur nam land og til vorra daga.

„Ráðist var í verkið að tilhutan Gísla Gíslasonar hafnarstjóra og stjórn Faxaflóahafna,“ segir Guðjón, en hugmyndin um að rita sögu Faxaflóahafna í tilefni af aldarafmæli hafnargerðarinnar kom upp í samtölum hans og Gísla sem Guðjón hafði unnið fyrir nokkuð áður, að því er fram kemur í samtali við Guðjón um söguritunina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert