Staða Sunnuhlíðar alvarleg

Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð.
Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. mbl.is/Golli

Rekstur hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar gengur samkvæmt heimildum mbl.is illa. Hjúkrunarheimilið hefur ekki greitt lögboðin lífeyrissjóðsiðgjöld um nokkuð langan tíma. Slíkt kann að varða við lög.

Ríkið og Kópavogsbær eru samkvæmt heimildum meðvituð um stöðu hjúkrunarheimilisins, rekstrarörðugleika þess og vanskil þeirra við lífeyrissjóðina. Starfsfólk heimilisins hefur verið upplýst um stöðuna.

Stjórn Sunnuhlíðar fundaði í hádeginu, þar sem farið var yfir stöðuna, en stjórnin hefur vitað af því hver staðan er um nokkurn tíma.

 Viðræður stjórnenda heimilisins við opinbera aðila vegna bágrar fjárhagsstöðu hafa ekki skilað tilætluðum árangri.

Guðjón Magnússon, formaður stjórnar Sunnuhlíðar, segir í samtali við mbl.is að hjúkrunarheimilið hafi verið í vanskilum vegna ákveðinna opinberra gjalda og við birgja í á annað ár. Rætt hafi verið við núverandi og fyrrverandi heilbrigðisráðherra um málið. Opinberir aðilar viti því af stöðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert