Borgin ekki tilbúin til að styðja Eir

Hjúkrunarheimilið Eir að Fróðengi í Grafarvogi.
Hjúkrunarheimilið Eir að Fróðengi í Grafarvogi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Reykja­vík­ur­borg hef­ur hafnað er­indi frá for­stjóra hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Eir­ar um að borg­in leggi aukið fjár­magn til Eir­ar. Í svar­inu seg­ir að borg­in sé ekki til­bú­in til að stíga slíkt skref meðan ríkið, sem ber ábyrgð á mála­flokkn­um, hafni stuðningi.

Í bréfi for­stjóra Eir­ar seg­ir að hjúkr­un­ar­heim­ilið hafi tekið að sér að greiða að veðláni upp á 1,5 millj­arða. Af­borg­an­ir af því séu 87 millj­ón­ir á næsta ári. Farið er fram á að borg­in veiti stuðning í því formi að greiða 56 millj­ón­ir á næsta ári.

Í svar­bréfi borg­ar­inn­ar seg­ir að mikla óvissuþætti sé að finna í þeim áætl­un­um sem Eir byggi á, en áætl­un­in er unn­in af KPMG.

„Ríkið ber ábyrgð á mála­flokki aldraðra og hafa fyr­ir­svars­menn Eir­ar leitað til heil­brigðisráðherra, fé­lags­málaráðherra og fjár­mála- og efna­hags­málaráðherra um stuðning. Heil­brigðis- og fé­lags­málaráðherr­ar hafa hafnað ósk­um um stuðning við Eir og sama gild­ir um Íbúðalána­sjóð sem seg­ir það óheim­ilt að lög­um.

Eir hef­ur leitað með sama er­indi til annarra stofnaðila sem eru VR, SÍBS, Efl­ing, Mos­fells­bær og fleiri aðilar en Fram­kvæmda­sjóður aldraðra lagði mál­inu einnig lið á sín­um tíma. Eng­in skuld­bind­andi fyr­ir­heit liggja fyr­ir frá þess­um aðilum.

Einnig hef­ur verið leitað til líf­eyr­is­sjóða sem lánað hafa Eir. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir munu hugs­an­lega vera til­bún­ir til að lækka vaxta­kröf­ur að ein­hverju leyti á næsta ári.

Verði Reykja­vík­ur­borg við beiðni Eir­ar og veit­ir vil­yrði fyr­ir 40% af þeim 56 mkr sem óskað er eft­ir mun það út af fyr­ir sig ekki tryggja áfram­hald­andi óbreytt­an rekst­ur. Með vís­an til of­an­greinds er það mat Reykja­vík­ur­borg­ar að óeðli­legt sé að að ætla borg­inni
að leggja til aukið fjár­magn til Eir­ar á meðan ríkið, sem ber ábyrgð á mála­flokkn­um, hafn­ar stuðningi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka