Eir getur líka vísað á stofnaðila

Hjúkrunarheimilið Eir að Fróðengi í Grafarvogi.
Hjúkrunarheimilið Eir að Fróðengi í Grafarvogi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í stofn­skrá hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Eir­ar er að finna sam­bæri­legt ákvæði og er í stofn­skrá Sunnu­hlíðar og stjórn­end­ur Sunnu­hlíðar vísa til þegar þeir sögðu sig frá rekstr­in­um. Þeir hafa boðið Kópa­vogs­bæ að taka yfir rekst­ur­inn.

Ákvæðið sem stjórn­end­ur Sunnu­hlíðar vísa í kveður á um að ef stjórn eða full­trúaráð sjái sér ekki fært að reka heim­ilið skuli hún gefa Kópa­vogs­bæ tæki­færi til að taka yfir all­an rekst­ur­inn. Ef sveit­ar­fé­lagið hafni því falli hjúkr­un­ar­heim­ilið með öll­um eign­um til rík­is­spít­al­anna.

Svipað ákvæði í stofn­skrá Eir­ar

Sam­bæri­legt ákvæði er í stofn­samn­ingi Eir­ar. Þar seg­ir: „Telji full­trúaráð Eir­ar sér ekki fært að ann­ast rekst­ur stofn­un­ar­inn­ar eða hluta henn­ar áfram, skal hverj­um aðila gef­inn kost­ur á að taka við rekstr­in­um enda verði hlut­verk og mark­mið stofn­un­ar­inn­ar óbreytt. Að þeim frá­gengn­um fell­ur stofn­un­in með öll­um eign­um henn­ar til rík­is­ins, ef ekki er kveðið á um annað í sér­stök­um samn­ing­um, með þeirri kvöð að hún verði áfram nýtt í þágu sömu mark­miða.“

Helgi Jó­hann­es­son lögmaður, sem vinn­ur að því að koma á nauðasamn­ing­um á Eir, seg­ir að þetta ákvæði hafi ekki verið virkjað. Hann seg­ist ekki vita hvaða þýðingu þetta ákvæði hafi. Hann bend­ir á að Eir skuldi tals­vert um­fram virði eigna. „Ég er ekki viss um að þetta þýði að ríkið eða stofnaðilar þurfi að sætta sig við að taka við öll­um skuld­um sem sjálf­seigna­stofn­un­in er búin að stofna til. Það er a.m.k. ekki hægt að túlka þetta ákvæði með þeim hætti að það sé hægt að út­búa ein­hvern óút­fyllt­an tékka fyr­ir stofnaðila. Ef það væri raun­in vær­um við með per­sónu­lega ábyrgð og hún er ekki fyr­ir hendi hjá sjálf­seigna­stofn­un­um.“

Þess ber að geta að skuld­ir Eir­ar eru miklu meiri en skuld­ir Sunnu­hlíðar. Eign­ir Sunnu­hlíðar duga fyr­ir skuld­um, en hins veg­ar duga tekj­ur ekki fyr­ir dag­leg­um út­gjöld­um.

Helgi seg­ir að kröfu­haf­ar á Eir hafi frest til að lýsa kröf­um fram til 27. des­em­ber. Greidd verði síðan at­kvæði um nauðasamn­inga í byrj­un janú­ar. 60% kröfu­hafa þurfi að samþykkja nauðasamn­inga til að þeir öðlist gildi.  Helgi seg­ist ekki sjá annað en að ef nauðasamn­ing­um verði hafnað verði kraf­ist gjaldþrots. Hann seg­ir þó hugs­an­legt að ákvæði 15. gr. stofn­samn­ings verði virkjað, en það verði vænt­an­lega bara milli­leið sem tæp­lega nái að forða gjaldþroti. Helgi seg­ir að komi til gjaldþrots bendi flest til þess að íbúðarétt­ar­haf­ar á Eir fái ekki neitt.

Helgi seg­ir að um 25% kröfu­hafa sé bú­inn að lýsa kröf­um og svipað hlut­fall hafi þegar skrifað und­ir nauðasamn­inga.

Hags­muna­fé­lag­inu leist vel á til­boð í eign­ir Eir­ar

Kristján Sig­urðsson, sem gert hef­ur til­boð í all­ar eign­ir Eir­ar, átti fund með Hags­muna­fé­lagi íbúðarrétt­ar­hafa á Eir í gær.

„Við átt­um góðan fund með Kristjáni í gær. Stjórn­inni fannst þetta spenn­andi hug­mynd­ir sem hann var með og það kom stjórn­inni á óvart að stjórn Eir­ar hafi ekki viljað ræða við hann,“ sagði Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir hæsta­rétt­ar­lögmaður, sem sit­ur í stjórn fé­lags­ins.

Helgi Jóhannesson lögmaður.
Helgi Jó­hann­es­son lögmaður.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka