Ekki frekari niðurskurður hjá RÚV

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra.
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Rósa Braga

Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og varaformaður fjárlaganefndar, lagði í dag fram breytingartillögu vegna fjárlaga 2014 fyrir hönd meirihluta fjárlaganefndar. Þar kemur fram að í stað þess að 215 milljónir verði millifærðar frá Ríkisútvarpinu til háskólastarfsemi, verði millifærslan 150 milljónir. Þetta er gert að beiðni Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra.

„Annarsvegar legg ég til að ríkisútvarpið geti aftur tekið auknar tekjur af auglýsingamarkaði, þ.e. það sem snýr að mínútufjölda, og geti áfram haldið sig við 12 mínútur á klukkustund en ekki 8 mínútur,“ sagði Illugi í samtali við mbl.is.

„Hinsvegar legg ég til að það frestist með ákvæðum að Ríkisútvarpið þurfi að setja rekstur í dótturfélög en fyrir lá að þeirri vinnu fylgdi töluverður kostnaður,“ segir Illugi.

Illugi segir að samantekið megi virða þessar breytingar að upphæð 150 milljóna. „Þar með losa ég um fjármagn og kemur þetta á sléttu út fyrir Ríkisútvarpið.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka