Segja sig frá Sunnuhlíð

Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð.
Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. mbl.is/Golli

Stjórn Sunnuhlíðar samþykkti á miðvikudaginn tillögu þess efnis að gefa bæjarstjórn Kópavogs kost á að taka að sér hjúkrunarheimilið og rekstur þess og eignir í samræmi við stofnskrá þess.

Heimildir Morgunblaðsins herma að Kópavogsbær muni ekki taka yfir reksturinn. Heimildin í stofnsamingnum virkjast sjái stjórnin sér ekki lengur fært að reka hjúkrunarheimilið. Stjórnin óskar eftir svari fyrir miðvikudaginn 18. desember. Annars verði gripið til uppsagna starfsfólks.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist í Morgunblaðinu í dag ekki trúa öðru en bæjarstjórn Kópavogs vilji með einhverjum hætti taka utan um þá íbúa sveitarfélagsins sem búa á Sunnuhlíð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert