„Skammaðist þingmaðurinn sín þá?“

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég skamm­ast mín fyr­ir að þetta séu til­lög­ur frá Íslandi,“ sagði Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, við aðra umræðu um frum­varp til fjár­laga sem nú fer fram á Alþingi. Þar ræddi hún m.a. sér­stak­lega niður­skurð til þró­un­ar­mála. Rakti hún til­lög­ur meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar um niður­skurð til mála­flokks­ins en bætti svo við: „En við ætl­um að auka fjár­veit­ingu í markaðssetn­ingu á ís­lensk­um mat­væl­um á er­lendri grundu upp á átján millj­ón­ir.“

Sig­ríður Ingi­björg sagði að hún og hóp­ur annarra þing­manna hefði heim­sótt Sam­einuðu þjóðirn­ar í New York í haust en m.a. er lagt til að skorið verði niður í fram­lög­um til UN Women. „Við vor­um veru­lega stolt af því að vera Íslend­ing­ar þegar við heim­sótt­um þess­ar stofn­an­ir.“ Lýsti hún því svo í hvað fjár­mun­irn­ir hjá stofn­un­um Sam­einuðu þjóðanna væru  nýtt­ir og tók sem dæmi aðstoð við kon­ur sem hafa orðið fyr­ir mikl­um skaða á kyn- og þvag­fær­um við barns­b­urð. „En við ætl­um að skera það niður og nota kannski til markaðssetn­ing­ar á mat­væl­um er­lend­is.“

Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og formaður fjár­laga­nefnd­ar, þakkaði Sig­ríði Ingi­björgu fyr­ir ræðuna „þó að hún hafi nú verið nokkuð brota­kennd og svona rugl­ings­leg á köfl­um. En eitt mátti þó hátt­virt­ur þingmaður eiga, síðasti hluti ræðunn­ar var nán­ast sam­hljóða ræðu hátt­virts þing­manns Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar sem hann flutti í gær­kvöldi.“

Vig­dís sagðist vilja benda Sig­ríði Ingi­björgu á að fram­lög Íslands til þró­un­ar­mála nemi sam­kvæmt fjár­laga­til­lög­un­um nú 0,23% af verg­um þjóðar­tekj­um. Það sé meira en  rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna lagði til mála­flokks­ins á ár­inu 2012. „Skammaðist þingmaður­inn sín þá?“ spurði Vig­dís. „Það er nefni­lega svo að sann­leik­ur­inn bít­ur í skottið á þeim sem fer illa með hann.“

Sig­ríður Ingi­björg svaraði fyr­ir sig og minnti á að Vig­dís hefði ein þing­manna ekki greitt með  þings­álykt­un­ar­til­lögu í des­em­ber á síðasta ári þar sem kveðið var á um hækk­un fram­laga til þró­un­ar­mála. Eðli­legt væri að veita fé til þró­un­ar­mála í sam­ræmi við þann vilja þings­ins sem fram kom í álykt­un­inni.

„Að fara með hálfsann­leik er næsti bær við það að segja ósatt,“ svaraði Vig­dís. Hún sagði að ákveðnir fyr­ir­var­ar hafi verið á þings­álykt­un­ar­til­lög­unni á þá leið að ef ekki væri for­send­ur til í þjóðarbú­skapn­um að hækka fram­lög til þró­un­ar­mála þá yrði sú leið ekki far­in.

Önnur umræða um fjár­lög stend­ur enn. 

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert