Ætlar að skrúfa fyrir Rás 1 og Rás 2

Vagna Sólveig Vagnsdóttur innan um tréskúlptúra sína.
Vagna Sólveig Vagnsdóttur innan um tréskúlptúra sína. Halldór Kolbeins

„Ég þoli ekki að þessi þáttur sé að hætta. Þegar hann Guðni minn [Már Henningsson] verður búinn með síðustu vaktina á gamlárskvöld mun ég loka fyrir Rás 2 og Rás 1 og opna aldrei fyrir þær aftur.“

Þetta segir Vagna Sólveig Vagnsdóttir, tæplega áttræð kona á Þingeyri, í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Hún hefur hringt í Næturvaktina á Rás 2 um hverja einustu helgi frá árinu 1989 og fyrir vikið eignast fjölmarga aðdáendur og vini úti um allt land. Næturvaktin verður lögð niður frá og með áramótum.

Innst inni vonar Vagna Sólveig þó að menn sjái sig um hönd. „Menn hljóta að átta sig á því fyrr en síðar að þeir eru að gera hrapalleg mistök. Þetta gæti riðið Rás 2 að fullu. Þess vegna mun ég halda í vonina – alveg fram á gamlárskvöld.“

mbl.is
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert