Konan sem hlaut brunasár og reykeitrun er eldur braust út í íbúð hennar í Írabakka í Reykjavík síðastliðinn mánudagsmorgun, er á batavegi og hefur verið útskrifuð af gjörgæslu og flutt yfir á almenna deild.
Konan var lögð inn á gjörgæsludeild Landspítalans í kjölfar brunans og haldið sofandi í öndunarvél. Dóttir hennar sem einnig var í íbúðinni er eldurinn kom upp var í fyrstu flutt á gjörgæsludeild en svo á barnadeild.