„Höfum miklar áhyggjur“

Formaður Eflingar hefur miklar áhyggjur af stöðunni á Sunnuhlíð.
Formaður Eflingar hefur miklar áhyggjur af stöðunni á Sunnuhlíð. mbl.is/Golli

„Við höfum miklar áhyggjur af stöðunni sem er komin upp í Sunnuhlíð,“ segir Sigurður Bessason, formaður stéttarfélagsins Eflingar.

Fulltrúar stéttarfélaga starfsmanna Sunnuhlíðar funduðu í morgun með stjórnendum heimilisins þar sem farið var almennt yfir stöðu heimilisins. Fundurinn var að ósk stéttarfélaganna. 

„Við viljum að það sé ljóst að stjórn heimilisins beini því til kópavogsbæjar og velferðarráðuneytisins að það verði gripið inn í þá stöðu sem er komin upp. Við hvetjum ráðherra til að grípa inn í þetta mál og tryggja að rekstur heimilisins haldist áfram öruggur, bæði gagnvart þeim sem þar búa og gagnvart starfsmönnum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert