19 fái íslenskan ríkisborgararétt

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Frumvarp til laga um veitingu íslensks ríkisborgararéttar hefur verið lagt fram á Alþingi og er samkvæmt því gert ráð fyrir að 19 einstaklingum verði veittur rétturinn. Fram kemur í greinargerð að allsherjar- og menntamálanefnd þingsins hafi borist 56 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi.

Flestir sem lagt er til að fái íslenskan ríkisborgararétt koma frá Írak eða sjö manns. Þrír koma frá Armeníu og tveir frá Brasilíu. Einn kemur síðan frá Bandaríkjunum, Póllandi, Víetnam, Slóvakíu, Sri Lanka og Íslandi.

Frumvarpið í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert