Sameiginleg yfirlýsing á morgun

Sunnuhlíð.
Sunnuhlíð. mbl.is/Rósa Braga

Fundur stjórnar hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar með Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra fór fram í morgun. Guðjón Magnússon, formaður stjórnar Sunnuhlíðar, segir að ekkert verði gefið upp um hvað fór fram á fundinum en gefin verði út sameiginleg yfirlýsing stjórnar og ráðherra á morgun.

Guðjón segir að dagurinn í dag verði notaður til að vinna í málum. Guðjón gaf það út á dögunum að segja þyrfti upp öllum 140 starfsmönnum Sunnuhlíðar ef ráðherra grípi ekki inn í en Sunnuhlíð glímir við gríðarlegan rekstrarvanda. „Ráðherra lýsti því yfir að hann myndi ábyrgjast það að íbúarnir þyrftu ekki að óttast neitt. Ég treysti honum og hans orðum,“ sagði Guðjón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert