Gunnar Ingi Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, gefur ekki kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Framboðsfrestur rann út í dag og hafa 18 tilkynnt framboð.
Gunnar Ingi hefur verið í forystu sjálfstæðismanna í Kópavogi frá árinu 1990. Hann var lengst af formaður bæjarráðs Kópavogs og um tíma bæjarstjóri. Hann var alþingismaður á árunum 1999 til 2005.
Prófkjörið verður haldið 8. febrúar nk. Þeir átján sem gefa kost á sér í prófkjörinu eru:
Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn kjörna í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Allir núverandi bæjarfulltrúar gefa kost á sér aftur nema Gunnar Ingi.