Gunnar Ingi hættir í bæjarstjórn

Gunnar Ingi Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi.
Gunnar Ingi Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Gunnar Ingi Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, gefur ekki kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Framboðsfrestur rann út í dag og hafa 18 tilkynnt framboð.

Gunnar Ingi hefur verið í forystu sjálfstæðismanna í Kópavogi frá árinu 1990. Hann var lengst af formaður bæjarráðs Kópavogs og um tíma bæjarstjóri. Hann var alþingismaður á árunum 1999 til 2005.

Prófkjörið verður haldið  8. febrúar nk. Þeir átján sem gefa kost á sér í prófkjörinu eru:

  1. Aðalsteinn Jónsson
  2. Andri Steinn Hilmarsson
  3. Anný Berglind Thorstensen
  4. Ármann Kr. Ólafsson
  5. Ása Inga Þorsteinsdóttir
  6. Áslaug Telma Einarsdóttir
  7. Guðmundur Gísli Geirdal
  8. Gunnlaugur Snær Ólafsson
  9. Hjördís Ýr Johnson
  10. Jóhann Ísberg
  11. Jón Finnbogason
  12. Karen Elísabet Halldórsdóttir
  13. Kjartan Sigurgeirsson
  14. Lárus Axel Sigurjónsson
  15. Margrét Björnsdóttir
  16. Margrét Friðriksdóttir, 
  17. Sigurður Sigurbjörnsson
  18. Þóra Margrét Þórarinsdóttir.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn kjörna í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Allir núverandi bæjarfulltrúar gefa kost á sér aftur nema Gunnar Ingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert