Hangikjöt vinsælast líkt og venjulega

Hangikjöt er á borðum fjölmargra Íslendinga um jólin
Hangikjöt er á borðum fjölmargra Íslendinga um jólin mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Hangikjötið er vinsælasti maturinn meðal landsmanna á jóladag í ár líkt og venjulega.

„MMR kannaði hvað fólk ætlaði að borða í aðalrétt á jóladag. Líkt og fyrri ár lítur út fyrir að hangikjöt verði langvinsælasti aðalrétturinn á borðum landsmanna á jóladag. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 70,6% ætla að borða hangikjöt á jóladag, 7,1% sagðist ætla að borða hamborgarhrygg, 4,8% sögðust ætla að borða annað lambakjöt en hangikjöt, 4,2% sögðust ætla að borða kalkún og 18,0% sögðust ætla að borða eitthvað annað en fyrrgreinda kosti,“ segir í fréttatilkynningu frá MMR.

Spurt var: „Hvað er líklegast að þú munir borða sem aðalrétt á jóladag?“ Svarmöguleikar voru: Fiskur/sjávarfang, gæs, grænmetisfæði, hangikjöt, hamborgarhryggur, hreindýrakjöt, kalkúnn, kjúklingur, lambakjöt (annað en hangikjöt), nautakjöt, rjúpur, svínakjöt (annað en hamborgarhryggur), önd, annað kjöt, annað og veit ekki/vil ekki svara. Samtals tóku 95,5% afstöðu til spurningarinnar.

Framsóknarmenn halda fast í hefðir

Af þeim sem tóku afstöðu og kváðust styðja Framsóknarflokkinn sögðust 83,1% ætla að borða hangikjöt á jóladag, borið saman við 51,4% þeirra sem kváðust styðja Pírata.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert