Vegaframkvæmdir í Gálgahrauni hafa komist í heimspressuna, ekki vegna hraunsins sjálf, heldur undrunar á því að álfar virðist hafa fulltrúa í umræðunni á Íslandi.
Nú hefur hins vegar sprottið upp sá misskilningur að framkvæmdir hafi raunverulega verið stöðvaðar, meðal annars vegna hagsmuna álfa.
Í frétt sem birtist meðal annars hjá ABC fréttastofunni segir að framkvæmdir séu á ís þangað til að Hæstiréttur kveði upp dóm í máli sem Hraunavinir eiga að hafa fært fyrir dómstólinn.
Hið rétta í málinu er hins vegar að framkvæmdir eru fyrir löngu hafnar í hrauninu. Það staðfesta bæði talsmaður Hrunavina og forsvarsmenn Vegagerðarinnar.
„Ég stend hér fyrir hönd álfanna“