Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut í Reykjavík um kl. 1.30 í nótt. Slysið varð undir brúnni sem Vesturlandsvegur/Miklabraut liggur ofan á. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafnaði bifreið á brúarstólpa. Einn var í bílnum.
Slökkviliðið fékk tilkynningu um slysið kl. 1.36 í nótt. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.
Uppfært kl. 13.08: Samkvæmt fyrstu upplýsingum mbl.is átti slysið sér stað á Sæbraut. Hið rétta er, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar, að það varð á Reykjanesbraut.
Frétt mbl.is: Banaslys á Reykjanesbraut