Banaslys varð á Reykjanesbraut rétt sunnan Elliðaáa í nótt. Bíll valt með þeim afleiðingum að ökumaðurinn, miðaldra karlmaður, lést á staðnum.
Kl. 01:37 fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um bílveltu á Reykjanesbraut rétt sunnan Elliðaáa. Slysið var alvarlegt og lést ökumaður bílsins, miðaldra karlmaður, á staðnum, segir í frétt lögreglunnar.
Hann var einn í bílnum og aðra í umferðinni sakaði ekki. Rannsókn lögreglu stendur yfir á tildrögum slyssins og því ekki hægt að tilgreina frá frekari upplýsingum á þessu stigi.
Í fyrstu frétt mbl.is um málið sagði að slysið hefði verið á Sæbraut. Hið rétta er, samkvæmt upplýsingum lögreglu, að það varð á Reykjanesbraut.
Frétt mbl.is: Alvarlegt slys á Reykjanesbraut