Veðurstofan hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóða í Bolungarvík, utan þéttbýlis, Hnífsdal og Ísafirði. Lokað er um Eyrarhlíð vegna snjóflóðs. Vegna snjóflóðahættu er vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður.
Reikna má með stórhríð og veðurhæð um 20-25 m/s frá því um hádegi á Vestfjörðum, Ströndum, við Breiðafjörð og á utanverðu Snæfellsnesi. Þá lægir og rofar til á Norðurlandi, en hvessir aftur með samfelldri ofankomu síðdegis og þá einnig á Austurlandi.
Það er óveður á Kjalarnesi, undir Akrafjalli og við Ingólfsfjall. Það er hálka á Sandskeiði, hálka og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum. Þæfingur og óveður er á Mosfellsheiði, ófært og óveður er í Kjósarskarði, hálka eða hálkublettir eru annars víðast hvar á Suðurlandi.
Óveður í Staðarsveit
Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Vesturlandi og éljagangur mjög víða. Hálka og stórhríð er á Holtavörðuheiði, snjóþekja og stórhríð er á Bröttubrekku. Óveður er í Staðarsveit.
Þungfært og stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði. Ófært um Þröskulda en opið er um Innstrandaveg og þar er snjóþekja hálka og éljagangur. Snjóþekja og snjókoma er á Hálfdán og Mikladal en snjóþekja og éljagangur á Kleifaheiði. Ófært og stórhríð er frá Brjánslæk og yfir Klettsháls. Þungfært og stórhríð í Kollafirði og þæfingur í Reykhólasveit. Snjóþekja og skafrenningur er á Gemlufallsheiði og í Súgandafirði. Snjóþekja og skafrenningur er á Flateyrarvegi og varað er við snjóflóðahættu.
Á Norðurlandi er hálka, snjóþekja og snjókoma. Þæfingur og skafrenningur er á Þverárfjalli og Siglufjarðarvegi í Hofsós.
Loka leiðinni um Ólafsfjarðarmúla í kvöld
Þæfingur er með ströndinni í Dalvík, í Aðaldal og á Víkurskarði. Þæfingur er á Ólafsfjarðarmúla og varað er við snjóflóðahættu, veginum verður lokað klukkan 22:00 í kvöld.
Á Austurlandi er hálka, snjóþekja og skafrenningur en hálkublettir eru með ströndinni í Hvalnes.
Á Suðausturlandi er greiðfært frá Hvalnesi að Mýrdalssandi en hálkublettir þaðan að Steinum undir Eyjafjöllum.