Vindur fer vaxandi

Norðaustan- og austanlands er reiknað með samfelldri snjókomu fram á nóttina. Vindur fer vaxandi á þeim slóðum með tilheyrandi skafrenningi. Stórhríð og stormur verður á norðanverðum Vestfjörðum fram eftir kvöldi, él og skafrenningur annars norðvestantil á landinu. Þar skánar mikið í nótt, en í fyrramálið er enn útlit fyrir él eða snjókomu norðaustan- og austantil í fyrramálið (27. desember kl. 15:40), samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.

Vegna snjóflóðahættu er vegurinn um Súðavíkurhlíð og Eyrarhlíð lokaður. Vegna snjóflóðahættu verður veginum um Ólafsfjarðarmúla lokað í kvöld eigi síðar en kl. 22:00.

 Vegna vinnu við víravegrið á Reykjanesbraut við Grindavíkurgatnamót verður vinstri akrein á leið til Reykjavíkur lokuð í dag frá kl.10:00 til kl.17:00 Vinnusvæðið er tekið niður í 50 km á klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar.

 Það eru hálkublettir á Sandskeiði og Þrengslum, hálkublettir og skafrenningur er á Hellisheiði, hálka eða hálkublettir eru annars víðast hvar á Suðurlandi.

Hálka eða snjóþekja og skafrenningur er á flestum leiðum á Vesturlandi og éljagangur mjög víða.

Á Vestfjörðum er lokað um Eyrarhlíð og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðarhættu. Þæfingur og skafrenningur er á Gemlufallsheiði, Flateyrarvegi og í Súgandafirði. Þungfært og stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði. Ófært um Þröskulda en opið er um Innstrandaveg og þar er snjóþekja, hálka og éljagangur. Snjóþekja og snjókoma er á Hálfdáni og Mikladal en snjóþekja og skafrenningur á Kleifaheiði. Ófært og stórhríð er frá Brjánslæk og yfir Klettsháls. Þæfingur og stórhríð í Kollafirði og þæfingur í Reykhólasveit.

 Á Norðurlandi er hálka, snjóþekja og skafrenningur. Éljagangur og snjókoma mjög víða. Hálka er á Þverárfjalli. Hálka er á Ólafsfjarðarmúla og varað er við snjóflóðahættu, veginum verður lokað eigi síðar en kl. 22:00 í kvöld.

Á Austurlandi er hálka, snjóþekja og skafrenningur en hálkublettir eru með ströndinni í Hvalnes.

Á Suðausturlandi er greiðfært frá Hvalnesi að Mýrdalssandi en hálkublettir þaðan í Steina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert