Búið að opna vegina

Snjómokstur á Ísafirði.
Snjómokstur á Ísafirði. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Nú hefur verið opnað fyrir umferð um þá vegi sem hafa verið lokaðir vegna snjóflóða eða snjóflóðahættu. Í Ólafsfjarðarmúla er þó enn varúðarstig vegna snjóflóðahættu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Á sunnanverðum Vestfjörðum e fært frá Bíldudal að Brjánslæk, en ófært þaðan austur fyrir Klettsháls. Verið er að moka Ísafjarðardjúp, Steingrímsfjarðarheiði og Þröskulda og einnig norður í Árneshrepp.

Hálkublettur eru á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á Suðurlandi. 

Hálka eða snjóþekja eru á vegum á Vesturlandi. Fróðárheiði er þungfær.

Á Norðurlandi vestra er hálka og skafrenningur eða él. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi.

Það snjóar á Norðurlandi eystra og þar er víðast hvar snjóþekja á vegum. Þæfingsfærð er á kaflanum um Hálsa og Hófaskarð. 

Snjóþekja er á flestum vegum á Austurlandi. Þungfært er á Háreksstaðaleið en þæfingur á Fjarðarheiði. Nokkur hálka er niðri á fjörðum, en autt frá Djúpavogi með ströndinni suður um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert