Hættustigi aflétt á reit 8 og 9

Snjóflóðahætta hefur verið við Ísafjarðardjúp.
Snjóflóðahætta hefur verið við Ísafjarðardjúp. mbl.is/Brynjar Gauti

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflétta hættustigi á reit 8, en þar eru bæirnir Hraun í Hnífsdal og Geirastaðir í Syðradal, sem og á reit 9 á Ísafirði. Enn er þó óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum, samkvæmt almannavörnum.

Vegir á svæðinu eru smám saman að opnast, vegna minnkandi snjóflóðahættu og vegna þess að verið er að ryðja. Í Ólafsfjarðarmúla er þó enn varúðarstig vegna snjóflóðahættu.

Almannavarnir biðja þó vegfarendur um að leita alltaf nýjustu upplýsinga áður en haldið er af stað og gæta ýtrustu varkárni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert