Óvissustigi aflétt

mbl.is/Kristján

Óvissustigi á norðanverðum Vestfjörðum hefur verið aflétt en snjóflóðhætta getur enn um sinn verið mikil í fjalllendi, þar sem snjór hefur safnast í vindi, samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum.

Mikil hætta er á snjóflóðum utan byggðar á norðanverðum Vestfjörðum, utanverðum Tröllaskaga og Austfjörðum skv. snjóflóðaspá Veðurstofunnar.  Þessum viðvörunum er beint til vélsleðamanna og annarra sem stefna á fjöll á þessum slóðum, segir í tilkynningu frá Almannavörnum.

Vaxandi austan- og norðaustanátt, 15-23 m/s sunnan- og vestanlands í kvöld, en 20-28 með suður- og suðausturströndinni. Mun hægari vindur á norðaustanverðu landinu. Úrkomulítið á landinu í dag, en fer að snjóa syðst í kvöld og víðar á landinu í nótt. Lægir sunnanlands upp úr hádegi á morgun og slydda eða rigning með köflum þar, en allhvöss austan- og norðaustanátt um norðanvert landið fram á annað kvöld og snjókoma eða slydda. Hægt hlýnandi veður, hiti 0 til 5 stig sunnanlands á morgun, en minnkandi frost fyrir norðan.

Búast má við mjög snörpum vindhviðum (yfir 40 m/s) undir Eyjafjöllum og í Öræfasveit frá því kl. 19 í kvöld og til 07 í fyrramálið.

Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og Suðurnesjum, raunar snjóþekja á
Grindavíkurvegi. Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum en hálka eða hálkublettir eru
víðast hvar á Suðurlandi.

Hálkublettir eða hálka eru á flestum vegum á Vesturlandi og sums staðar skafrenningur.

Á Vestfjörðum er víðast hvar hálka eða snjóþekja og sumstaðar strekkingsvindur og
skafrenningur. Þæfingsfærð er á Klettshálsi en moksturstæki á staðnum Á Ströndum er
ófært úr Bjarnarfirði norður í Djúpavík.

Engar sérstakar lokanir eru í gildi (utan Nesjvallavegar) en víða er enn ófært. Unnið er að mokstri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert