Varað við snörpum vindhviðum

Einar Falur Ingólfsson

Veðurstofan varar við mjög snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum seint í dag og í Öræfasveit í kvöld og nótt.

Það er hálka á Hellisheiði og í Þrengslum en hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á Suðurlandi. Vegir á Suðausturlandi eru að heita má auðir. Í öðrum landshlutum er verið að kanna færð og eiga nánari fréttir að berast fyrir klukkan átta frá Vegagerðinni.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Vaxandi austan og norðaustanátt í dag, 13-20 m/s undir kvöld, en 18-25 með suður- og suðausturströndinni í nótt. Mun hægari vindur norðaustanlands og yfirleitt þurrt en smáél með ströndinni. Fer að snjóa syðst í kvöld en slydda eða rigning á láglendi á morgun. Minnkandi norðaustanátt og úrkoma sunnan- og vestanlands á morgun en 8-13 og snjókoma með köflum norðaustantil. Frost víða 0 til 6 stig, en 5 til 13 stig í innsveitum fyrir norðan og austan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka