Víkja lítið frá snjómokstursáætlun

Björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu voru að störfum langt fram á jólanótt.
Björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu voru að störfum langt fram á jólanótt. Ljósmynd/Guðbrandur Örn Arnarson

„Við mokum almennt bara á snjómokstursdögum. Stundum tökum við mið af því hvernig færðin er en almennt fylgjum við bara áætluninni,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, en fjölmargir bílar sátu fastir á Mosfellsheiði á aðfangadagskvöld, en þar sem aðfangadagur lenti á þriðjudegi í ár var ekki mokað. 

Að sögn starfsmanns Vegagerðarinnar hefur aðeins verið breytt út af mokstursáætluninni á ákveðnum leiðum, meðal annars frá Búðardal á Vestfirði og frá Mývatni austur á Egilsstaði. Hér á höfuðborgarsvæðinu sé það aðeins Reykjanesbrautin, og leiðin að Hvalfjarðargöngunum sem er með sólarhringsþjónustu auk Hellisheiðarinnar. 

Starfsmaðurinn segir enn frekar að það hafi verið kynnt vel að ekki yrði þjónustað á Mosfellsheiðinni og öðrum vegum á höfuðborgarsvæðinu eftir klukkan 15 á aðfangadag. Hins vegar sé það einnig vandi þegar um erlenda ferðamenn sé að ræða, að færð á vegum sé ekki kynnt fyrir þeim nægilega vel. Sumir gististaðir séu duglegir við að hringja í Vegagerðina til þess að geta upplýst erlenda gesti sína, en önnur gistiheimili mættu standa sig betur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka