Biðin eftir svari mannréttindabrot

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

„Það er til skammar að þessi kona skuli ekki hafa fengið endanlega niðurstöðu um hælisumsókn sína,“ segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um mál Liku Korinteli, georgískrar konu sem sótti fyrst um hæli hér á landi árið 2005 en hefur ekki enn fengið afgreiðslu á umsókn sinni.

„Nú á loksins fara í átak til að stytta þann tíma sem hælisleitendur þurfa að bíða og hefði slíkt þurft að gerast fyrr. Það er ekkert annað en mannréttindabrot að láta þessa konu bíða í 7-8 ár eftir endanlegri niðurstöðu,“ segir Karl ennfremur á Facebook-síðu sinni.

Frétt mbl.is: Árið senn á enda og ekkert svar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka