Björguðu fólki í Súgandafirði

Á Ströndum er ófært úr Bjarnarfirði norður í Djúpavík.
Á Ströndum er ófært úr Bjarnarfirði norður í Djúpavík. Ljósmynd/Vegagerðin

Björgunarsveitarmenn björguðu fólki úr fjórum bifreiðum sem sátu fastar í Súgandafirði í gærkvöldi en mjög slæm færð er á þessum slóðum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði.

Ekki hafa borist nýjar upplýsingar um færð á landinu en í gærkvöldi var á Vestfjörðum hálka eða snjóþekja víðast hvar og sumstaðar strekkingsvindur og skafrenningur. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Gemlufallsheiði sem og í Önundarfirði.

Þungfært og skafrenningur er í Súgandafirði. Þæfingsfærð og stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði og þæfingsfærð og óveður á Þröskuldum. Þæfingsfærð og óveður er á Hálfdán og Mikladal og þæfingsfærð og stórhríð er á Kleifaheiði en þungfært og stórhríð á Klettshálsi. Á Ströndum er ófært úr Bjarnarfirði norður í Djúpavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert