Hálka samfara þíðu

Steingrímsfjarðarheiði er lokuð.
Steingrímsfjarðarheiði er lokuð. mbl.is

Búast má við mikilli hálku í kvöld og í nótt en spáð er vægri þíðu á láglendi, fyrst sunnantil og í kvöld og nótt einnig norðantil.  Um leið og blotnar verða vegir hálir, þar sem fyrir er þjappaður snjór og ís. Á fjallvegum verður áfram vetrarástand, dregur þó heldur úr vindi, skafrenningi og éljum síðar í dag og í kvöld.

Hálkublettir og skafrenningur er á Sandskeiði og Hellisheiði en hálkublettir í Þrengslum. Hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á Suðurlandi. Flughálka er á Krísuvíkurvegi.

Hálkublettir eða hálka er á Vesturlandi og víðast hvar skafrenningur.

Á Vestfjörðum er eins og áður sagði ófært og stórhríð á Steingrímsfjarðarheiði  og Klettshálsi en þæfingur á Hjallahálsi. Snjóþekja og skafrenningur er á Þröskuldum. Snjóþekja eða hálka er annars á flestum öðrum leiðum en þó er þungfært frá Skálmadalsá í Brjánslæk og svo er þæfingur í Ísafirði. Á Ströndum er ófært úr Bjarnarfirði norður í Djúpavík.

Það er hálka og víða skafrenningur á Norðvesturlandi. Þá er einnig skafrenningur á Siglufjarðarveg og þæfingur milli Ketiláss og Siglufjarðar.

Norðaustanlands er snjóþekja og skafrenningur á Öxnadalsheiði og Víkurskarði. Þungfært er svo á Hólasandi en á öðrum aðalleiðum er snjóþekja eða hálka ásamt skafrenningi eða éljum.

Áframhaldandi hálka eða snjóþekja er á Austurlandi en einnig er éljagangur víða. Þæfingsfærð er á Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarheiði  en ófært er bæði yfir Fjarðarheiði og stórhríð. Hálka og skafrenningur er á Oddskarði.  Snjóþekja og éljagangur er svo frá Breiðdalsvík og að Höfn. Hreindýrahópur er nú rétt norðan við Lindarsel á Háreksstaðaleið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka