48 metra hátt mastur féll til jarðar

Þessi mynd sýningir hvernig vírar geta litið út þegar ísing …
Þessi mynd sýningir hvernig vírar geta litið út þegar ísing hefur hlaðist utan á þá. Ljósmynd/RARIK

„Þetta er ör­ugg­lega millj­óna­tjón,“ seg­ir Karl Ásberg Steins­son, fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Hafliða á Þórs­höfn, en björg­un­ar­sveit­ar­menn hafa í all­an dag unnið við að berja ís­ingu utan af möstr­um á Viðarfjalli í Þistil­f­irði. 48 metra mast­ur á fjall­inu féll til jarðar í nótt.

Útsend­ing­ar Rík­is­út­varps­ins liggja niðri á stór­um svæðum norðaust­an­til á land­inu eft­ir að út­send­ing­armastrið féll til jarðar. Óvíst er hvenær viðgerð lýk­ur, en hægt er að horfa á sjón­varp og hlusta á út­varp á vef RÚV. Netteng­ing á þessu svæði er hins veg­ar víða slæm.

„Það er mjög mik­il ís­ing. Mér sýn­ist þetta vera um fjór­ir cm utan á vír­un­um. Mastrið er 48 metra hátt og það féll til jarðar vegna ís­ing­ar­inn­ar. Mastrið er stagað niður með vír­um, en fest­ing­arn­ar slitnuðu,“ sagði Karl.

Ætluðu að reyna að bjarga mastr­inu í gær

Sjón­var­pút­send­ing­in á Norðaust­ur­landi datt út á gaml­árs­dag. „Voda­fo­ne, sem sér um rekst­ur á mastr­inu, bað okk­ur að fara hingað í gær og reyna að hreinsa ís­ingu af því. Þá stóð mastrið uppi, en það var svo mik­il ís­ing og vont veður að við hætt­um okk­ur ekki upp í mastrið. Síðan þegar við kom­um hingað í morg­un til að reyna að berja ís­ingu af því, var mastrið hrunið,“ sagði Karl.

Fleiri minni möst­ur eru við stöðvar­húsið á Viðarfjalli og eru björg­un­ar­sveit­ar­menn að hreinsa ís­ingu af þeim. Þeir eru með sig­búnað, en Hafliði sagði að þetta væri erfitt verk­efni.

Karl sagði að mikið tjón hefði orðið vegna ís­ing­ar­inn­ar. Mastrið, sem var ekki gam­alt, er fallið og til viðbót­ar eru skemmd­ir í stöðvar­hús­inu. Vír­ar liggja inn í það og þeir hafa tognað og skemmst.

Karl sagði að ís­ing­in væri lúmsk. Hún sett­ist á bíla og búnað björg­un­ar­sveit­ar­manna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert