Skotárásin meðal mest lesnu frétta BBC

Lögreglumenn að störfum við blokkina við Hraunbæ.
Lögreglumenn að störfum við blokkina við Hraunbæ. mbl.is/Rósa Braga

Frétt BBC um að lögreglan á Íslandi hefði skotið mann til bana sem skaut af byssu í Árbæjarhverfi er meðal þeirra frétta sem lesendur fjölmiðilsins deildu mest með öðrum lesendum á árinu 2013.

Þetta kemur fram í fréttannaál BBC. Það sem vakti athygli BBC var að atburður af þessu tagi hafði aldrei áður átt sér stað á Íslandi.

Ríkissaksóknari hefur hafið rannsókn á atvikum og aðgerðum lögreglu í fjölbýlishúsinu. Teknar verða skýrslur af lögreglumönnum sem voru á vettvangi. Farið verður yfir aðgerðir lögreglu með hliðsjón af almennum hegningarlögum, lögreglulögum og verklagsreglum ríkislögreglustjóra þegar um beitingu skotvopna er að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert