Fær tuttugu sprautur í bakið einu sinni í hverri viku

Sölvi Geir Ottesen leikur með FC Ural í Rússlandi.
Sölvi Geir Ottesen leikur með FC Ural í Rússlandi. mbl.is/Árni Sæberg

Sölvi Geir Ottesen, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur lengi glímt við þrálát meiðsli í baki og notar mögnuð úrræði til að halda sér góðum.

„Það er tekið blóð úr mér og hvítu blóðkornin einangruð. Þeim er síðan sprautað í bakið á mér, 20 sprautur hvorum megin við mjóhrygginn. Ég geri þetta einu sinni í viku. Þetta gerir mér gott og er alveg löglegt. Þetta er ekki eins og hjólreiðakarlarnir eru að gera – langt frá því,“ segir Sölvi Geir, en rætt er við hann í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem út kemur í dag.

Sölvi leikur nú með FC Ural í Rússlandi og býr einn, þar sem eiginkona hans og þrjú börn fluttu heim til Íslands eftir að Sölvi hætti að leika með FCK í Kaupmannahöfn á síðasta ári. Skýringin er sú að eitt barna þeirra hjóna er einhverft og fær mun betri stuðning hér heima en í Rússlandi.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert