Náttúruverndarsamtök Íslands segir að umhverfisráðherra hafi með ákvörðun sinni um breytingu á friðlýsingarskilmálum sem Umhverfisstofnun vann fyrir stækkun friðlandsins í Þjórsárverum opnað fyrir að hinir stórkostlegu fossar, Kjálkaversfoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss í Þjórsá, verði eyðilagðir.
Samtökin fordæma ákvörðun umhverfisráðherra og segja það svæði sem ráðherra undanskilur frá friðlýsingu eins og fleyg sem rekinn sé inn í hjarta Þjórsárverasvæðisins sem Landsvirkjun og stjórnvöld munu í framtíðinni nýta sér til að stækka fyrirhuguð stíflumannvirki til samræmis við fyrri áform fyrirtækisins. „Ráðherra hefur rammaáætlun að engu og gefur auga leið að ef sitjandi umhverfis-og auðlindaráðherra kemst upp með geðþóttaákvarðanir þvert á gildandi lög og samþykktir Alþingis mun Landsvirkjun - hér eftir sem hingað til - engar sættir virða.“
Frétt mbl.is: Vill breyta friðlýsingu Þjórsárvera
Frétt mbl.is: Mörk friðlandsins í kringum lónið
Frétt mbl.is: Norðlingaölduveita innan friðlandsins