Þyrlur á leið að leku skipi

Þyrla landhelgisgæslunar
Þyrla landhelgisgæslunar Árni Sæberg

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson og björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út vegna leka í skipi á Ísafjarðardjúpi. Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið ræstar út og eru á leið á svæðið og þyrlan sem var á leið að bílveltunni í Kaldadal var send á Ísafjarðardjúp til að liðsinna. Töluvert af sjó er komið í vélarrými og hefur skipið misst vélaraflið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert