Rússneski listamaðurinn og ljósmyndarinn Alexander Rodchenko lék stórt hlutverk í að þróa myndmál síðustu aldar og á þriðja áratugnum gegndi hann lykilstöðu í Sovétríkjunum sálugu þar sem listin var sköpuð í þágu samfélagsins og framfara.
Síðar þóttu verk hans ekki yfirvöldum í Kreml ekki þóknanleg og neyddist Rodchenko til að beygja sig undir hugmyndir ríkisins um listsköpun.
Sýningu á verkum hans á Kjarvalsstöðum fer senn að ljúka og því ræddi mbl.is við Einar Fal Ingólfsson, ljósmyndara og umsjónarmann menningarefnis á Morgunblaðinu, um sýninguna og verk Rodchenkos.