Uppsteypu lokið og haldið áfram

Steyptir veggir í snjó í gær að Deplum í Fljótum.
Steyptir veggir í snjó í gær að Deplum í Fljótum. Ljósmynd/Daníel Kristjánsson

Góður gangur er í framkvæmdum á Deplum í Fljótum þar sem Orri Vigfússon og fleiri vinna að uppbyggingu. Í desember sl. var lokið við að steypa byggingu sem tengir saman gamalt íbúðarhús og fjárhús. Þar verður gistiaðstaða.

Töluvert er um að á Tröllaskaga komi skíðakappar sem láta fljúga með sig á þyrlu upp á fjöll og renna sér svo niður á skíðum eða brettum. Það sport nýtur vaxandi vinsælda.

„Við erum langt komnir og ljúkum framkvæmdum vonandi á þessu ári. Náum þessu þó ekki fyrir skíðavertíð þessa árs,“ segir Orri, sem keypti Depla fyrir þremur árum. Fyrir um áratug tók hann jörðina Bergland á leigu vegna veiðiréttinda í Fljótaá. Er aðstaðan á Deplum hugsuð bæði fyrir skíðafólk og veiðimenn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert